Tryggir gæði og öryggi með sérfræðiþekkingu og vönduðum vinnubrögðum.

Photon hjálpar fyrirtækjum að ná hærra öryggis- og gæðastigi í innviðum sínum með skýrri leiðsögn í gegnum hvert skref.

Þjónusta

Við hjálpum þér að bæta gæðin í þínu tölvukerfi

Photon sameinar sérfræðiþekkingu, vandað verklag og skýra upplýsingagjöf. Við styðjum fyrirtæki og stofnanir í hönnun, umbótum, rekstri og greiningu á þeirra tölvukerfum – með fókus á öryggi, gæði og áreiðanleika.

Ráðgjöf

Ráðgjöf & leiðsögn

Fyrirtæki sem þurfa skýra stefnu, tæknilega ráðgjöf eða greiningu á stöðu innviða fá markvissa, lausnamiðaða aðstoð.

  • Stefnumótun & valkostagreining
  • Hönnunarákvarðanir útskýrðar á mannamáli
  • Fjárfestinga- og áhættumat
Sérfræðiþjónusta

Sérfræðiaðstoð

Dýptarþekking á netum, rekstri og innviðum. Hentar þegar þarf sérfræðing til að ljúka flóknum verkefnum eða hönnun.

  • BGP, MPLS, IPv6, L2VPN, Segment Routing
  • Arkitektúr & endurhönnun
  • Innleiðingar & prófanir
Tæknistjórn

Tæknistjórn & rekstrastuðningur

Fyrirtæki sem þurfa reyndan tæknistjóra fá áreiðanlega ytri aðila til að styðja við ákvarðanir, hönnun og samskipti.

  • Leiðsögn fyrir rekstrarteymi
  • Ákvörðunartaka & forgangsröðun
  • Brú milli tækni og stjórnenda
Úttektir

Úttektir & greining

Heildræn greining á stöðu netkerfisins með skýrri mynd af áhættu, umbótum og næstu skrefum.

  • Stöðumat og topológíuyfirferð
  • Öryggis- & áreiðanleikagreining
  • For­gangs­raðaður úrbótalisti
Um Okkur

Sérfræðiþekking, verklag og góð samskipti

Photon var stofnað til að hjálpa fyrirtækjum að ná hærra öryggis og gæðastigi í sínum tölvukerfum. Við brennum fyrir vandað verklag, góð samskipti og tækni. Við höfum djúpa og víðamikla reynslu þegar kemur að öllum sviðum upplýsingatækni.

Traust Fagmennska Gagnsæi Skipulag & undirbúningur Öryggi & gæði Ábyrgð Góð upplýsingagjöf
Stofnandi 1
Tryggvi Farestveit
Mr boss man CCIE

Reyndur upplýsingatæknisérfræðingur með yfir 25 ára reynslu í net- og kerfishönnun, með CCIE Service Provider vottun og sterkan grunn í Linux umhverfum. Hefur gegnt hlutverki framkvæmdastjóra og leitt tækniteymi, stýrt innviðaverkefnum og hannað skalanlegar, öruggar lausnir fyrir flókin rekstrarumhverfi. Þekktur fyrir stefnumiðaða hugsun, djúpa tækniþekkingu og árangursdrifna framkvæmd.

Stofnandi 2
Þorgeir Már Jónsson
Sölugúru & netsnilli

Sérfræðingur í net- og innviðatækni með yfir 15 ára reynslu af ráðgjöf, hönnun og rekstri flókinna netkerfa. Hefur leitt net- og innviðateymi, stýrt tæknilegum umbreytingum og innleiðingu öruggra, skalanlegra lausna fyrir fjölbreytt rekstrarumhverfi. Þekktur fyrir djúpa þekkingu, skýra leiðsögn og lausnamiðað viðmót.

Stofnandi 3
Agla Steinunn Bjarnþórudóttir
Tæknitröll

Reyndur netsérfræðingur með yfir 10 ára reynslu af hönnun, rekstri og þróun háafkasta netkerfa. CCNP Service Provider vottuð og þekkt fyrir einstaklega vandað vinnulag, nákvæmni og sterka verkstjórn. Hefur komið að krefjandi verkefnum þar sem fagmennska, skipulag og vandaður undirbúningur skipta sköpum.

Hafa samband

Byrjum á 30 mínútna samtali

Segðu okkur örstutt frá innviðunum þínum og hvað þú vilt bæta – hönnun, vöktun, flutninga eða bara „við viljum vita hvar við stöndum og hvað má gera betur“.

Netfang
Helstu viðfangsefni
Netráðgjöf, hönnun og endurhönnun netkerfa, úttektir, tiltekt og umbætur, rekstraráðgjöf og vöktun.
Gott að taka fram
Stutta lýsingu á umhverfinu, stærstu áskorunum og hvort einhver tímarammi eða breytingaverkefni sé þegar í gangi.

Við reynum að svara innan eins virks dags. Ef við erum ekki rétti aðilinn fyrir verkefnið þitt, bendum við á aðrar raunhæfar leiðir.

Dæmi um spurningar sem þú getur sent

  • „Getið þið farið yfir núverandi nethönnun og bent á betrumbætur?“
  • „Við viljum styrkja öryggi og gæði innviða – hvað er skynsamlegt fyrsta skref?“
  • „Er IPv6, BGP eða vöktunin hjá okkur í takt við vöxtinn sem við sjáum fram á?“
  • „Við erum að undirbúa breytingar eða flutning – getið þið gengið í gegnum áætlunina með okkur?“

Photon vinnur með fjölbreyttum tækniumhverfum. Það sem skiptir mestu máli eru góðar grunnlínur í hönnun, öryggi, gæðum og rekstri.